5.3.2015 | 18:22
Sádi arabar styrkja byggingu mosku á íslandi
Það er svolítið sérstakt að sádi arabar séu að fara leggja peninga í byggingu mosku hér í Reykjavík. það sem er líka einkennilegt að það virðist eiga að samþykkja að taka á móti þessum peningum frá landi þar sem að önnur trúarbrögð eru ekki leyfð. Við myndum aldrei fá að byggja kirkju eða búddahof þarna í sádi arabíu. Það er talað um að við eigum að sýna umburðarlyndi í sambandi við trúarbrögð annarra og í sambandi við byggingu moskunnar, en þeir í sádi arabíu sýna ekkert umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum. Af hverju er verið að samþykkja peninga frá landi sem hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum og þar sem að mannréttindi eru fótum troðin á hverjum degi.
Sádi Arabar styrkja byggingu mosku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigrún Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dagur B vill reyndar láta athuga þetta og gera úttekt á þessu, það eina góða sem Dagur B hefur lagt til málanna síðan hann kom í borgarstjórn að mér finnst... Við eigum ekki að leyfa þessu að gerast og eigum að leyfa múslimum hér að byggja þessa mosku með okkar peningum og okkar skilyrðum, því við getum sett í þau skilyrði að öfgar munu ekki tíðkast hér og sharia lög lög verða undir öllu bönnuð hér á landi... ef við hugsum aðeins fram í tímann og vísum öfgamönnum úr landi, og setjum okkur að svipta öfgamenn ríkisborgararéttindum, og senda til heimalandsins (sama hvað búður þeirra þar (þeir eru ekki beint að boða mannréttindi)) þá baktryggjum við okkur að miklu leyti.
Þeir eru fæstir hryðjuverkamenn múslimar og fæstir bókstafstrúar eða öfgamenn.
ViceRoy, 5.3.2015 kl. 21:38
Dagur B. á enga framtíð í stjórnmálum nema hann láti banna þetta. Hans tækifæri að sanna að hann sé maður en ekki mús. Hann tapar engu að því en græðir alls konar fylgi frá allskonar fólki ef honum tekst það. Þetta er síðasta tækifærið hans. Vona hann skilji það, því hann er að mörgu leyti rétthugsandi maður sem ætti að geta gert margt gott ef hann bara...
Think Tank (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 23:39
Dagur er búinn að missa þetta út úr höndunum á sér. Það er búið að úthluta lóðinni og það eru enginn lög sem banna að taka við peningagjöfum frá Kuwait, Sádi Arabíu eða hvað landi sem er og fótumtroðar almenn mannréttindi.
Þó svo að það séu engin lög sem stoppa þessar peningagjafir þá er það undir félagi múslima á Íslandi komið hversu siðferðislega þeir ættla að koma að byggingu moskunnar.
En Dagur og Hjálmar geta ekkert gert og mér finnst alveg sjálfsagt að það eigi að kjósa þá og þeirra flokka svo að þeir geti verið áfram i borgarstjórn eftir næstu kosningar. Þeir hafa sýnt það að þeir standa sig vel í að eyðileggja götur borgarinnar og öllu sem þeir koma að.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.3.2015 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.